Steinninn
 

ÉgÍslenskar bíómyndirDVD safniðDVD þýðingarHlekkirGestabókNetdabokVerk eftir migHeimsreisanNokkrar reglurEkkert hlé!DraumadagbókHafa samband

Update Desember 2007: Ég kom heim í maí 2007 og var þá búinn að ferðast til tuttugu landa á tíu mánuðum. Hér er það sem ég skrifaði áður en ég fór:

Frá og með 2 ágúst 2006 er ég á heimsreisu. Þetta byrjaði allt þegar ég var á leiðinni með að klára Kvikmyndaskólann í Febrúar 2005. Ég fékk þessa tilfinningu um að vera algjörlega frjáls. Búinn með skóla og frjáls ferða minna. Það lá eitthvernvegin í augum uppi að fara að ferðast. Og ég ákvað að safna mér fyrir heimsreisu. Ég byrjaði að vinna upp á Kárahnjúkum í Maí 2005 og hætti í Maí 2006. Í ágúst 2006 átti ég 1.4 milljónir og ég mun ferðast þangað til sá peningur er búinn. Stutt lýsing á hvernig mín ferð verður er að ég byrja í Keníu með Krung ferð, en skyl svo við hópinn í London 20 ágúst. Óvíst er hvert ég fer þaðan.

Þetta horn er skipt í fimm hluti, síður sem ég mæli með til að undirbúa heimsreisu, það sem ég ætla að gera á undan heimsreisunni, það sem ég ætla að taka með mér í heimsreisuna, það sem ég ætla að gera í heimsreisunni og það sem ég ætla að gera eftir heimsreisuna.

Síður sem ég mæli með til að undirbúa heimsreisu!

World Healt Organation er með upplýsingar um sjúkdómahættur
Lonely Planet er líka mjög vinsæl ferðahandbók
Anna og Valgeir sem fóru í 6 mánaða ferð um suður Asíu og skrifuðu reglulega á bloggið
Mike frá Bandaríkjunum og hefur verið að ferðast um allann heim án þess að fljúga
Heleen og Gogo fóru í árs ferð um suður Ameríku og tileinkuðu síðunni þeirri ferð
World66 sem er með fullt af upplýsingum um öll lönd í heiminum, mjög gaglegt
Sendiráð Íslands í Peking
Utanríkisráðuneytið
Upplísingar um hvar þarf vegabréf og hvar ekki
Hvað á ég að taka með mér, tjékklistinn
Heilsugæslan
Svo er bara að leita á netinu, alveg fullt af upplýsingum út um allt!

Það sem ég ætla að gera á undan heimsreisunni!

Eitt það mikilvægasta er að safna pening, safna pening, spara, spara. Ég er í nokkuð góðri stöðu til þess, ég á ekki bíl, ég er í góðri leigu og á ekki börn. En það þýðir ekki að ég ætli ekki að spara. Þvert á móti, ég mun ekki eiga mér líf fyrr en ég er búinn að safna mér fyrir ferðinni. Vinna, borða, sofa, það verður lífsmynstrið.

Fleyri athriði sem ég ætla að gera fyrir utan að spara eru:
x Ákveða nokkurnvegin hvert ég ætla að fara
x Laga Nikon myndavélina mína
- Gera kosnaðaráætlun
- Hafa samband við sendiráðin
- Fara í skyndihjálparnámskeið
x Hætta öllum áskriftum (GSM o.s.frv.)
- Safna saman símanúmerum og fl. fyrir gistiheimili, flugvelli o.s.frv.
x Kaupa ferðatryggingu
x Finna út hvaða sjúkdóma ég get fengið á þeim stöðum sem ég er að fara á
x Sprauta mig gegn þeim sjúkdómum
x Komast að hvar ég þarf Visa
- Útvega mér Visa
x Fá alþjóðar bílpróf
- Tala við Póstinn
- Finna út hvar pakkarnir mínir eiga að fara
- Senda afrit af öllum pappírum á emailið mitt

Það sem ég ætla að taka með mér í heimsreisuna!

- Upptökuvélina mína (lítinn þrífót og sólarorkuhleðslutæki)
- Sólgleraugu
- Koddaver
- Survival Handbook: TRAVEL
- Handhægur 0.5l brúsi
- Sjúkrakassi með lifum og fleyru
- Sundskíla
- Sex pör af sokkum
- Fjögur pör af nærbuxum
- Þrjár buxur
- Tvær peysur
- "X" marga boli
- Regnbuxur og regn jakki
- Sandalar, íþróttaskór og gönguskór
- Kaupa dollara
- Magaveski
- High Peak bakpoki 55+10l
- Dags bakpoki sem fer inn í sjálfan sig og verður að ekki neinu
- Handklæði sem er jafn stórt og viskustikki
- Áttaviti
- Spilastokkur
- Skæri
- Sjampó klubbur frá Lush
- Saumadót (get geymt það í sjúkrakassanum)
- DV upptökuvél
- Nokia 5100 GSM símann minn fyrir neiðartilvik

Og svo er fullt af smádóti sem ég nenni ekki að telja upp.

Það sem ég ætla að gera í heimsreisunni!

Ég ætla bara að hafa það á hreinu. Ég mun ekki blogga en ég mun hins vegar halda dagbók og taka upp á upptökuvélina mína allt sem margvert þykir. Þannig að þið verðir bara að vera þolinmóð og sjá myndina mína þegar ég kem til baka.

Aðalathriðið er að vera alltaf með upptökuvélina við hendina og taka upp hvað sem er, sama hvort það sé að panta mat, tala við fólk eða ganga kínamúrinn.

Það eru nokkrir staðir sem ég er spenntari fyrir en aðrir. Missionið er að fara eitthvað á allar heimálfurnar, hér er smá umfjöllun um hvað ég ætla að gera á hverri og einni:

Norður Ameríka - Mexíka
Suður Ameríka - Frumskógar og rústir. Vera þar lengi á littlum pening
Evrópa - Skoða Róm(aveldið). Safna pening í London
Afríka - Byrja heimsreisuna á Kenyu. Píramítarnir. Kairó
Asía - Kínamúrinn. Skígjakljúfar í Japan
Eyjaálfan - Frumbyggjar í Ástralíu. Fídjí eyjar

- Það sem drepur mig ekki, gerir mig sterkari
- Sleppa mér alveg, borða allt, prufa allt
- Fara í fallhlífastökk og eða teyjustökk
- Skoða annahvorn endann á Kínamúrinum
- Fara inn í Píramída eða Svingsinn
- Fara í risa rennibraut
- Taka köfunarnámskeið

Það sem ég ætla að gera eftir heimsreisuna!

Ef ég kemst lifandi af þessari heimsreisu þá ætla ég að finna mér klippara sem getur sett allt efnið, sem ég hef tekið upp, í kristilega lengd. Ég nenni sko ekki að gera það sjálfur, en ég hef nokkrar hugmyndir um hvernig ég vil hafa það. Síðan fer bara eftir því hvort þetta sé áhugavert, hversu langt þetta er og hvers eðlis hvert ég fer með þetta. Það gæti verið að ég seti myndina í sýningu í kvikmyndahúsum, beint á spólu, video eða bara í kennslutíma.

Svo þegar ég verð kominn heim hef ég líka loksins tíma til að leita mér að kærustu.