Steinninn
 

ÉgÍslenskar bíómyndirDVD safniðDVD þýðingarHlekkirGestabókNetdabokVerk eftir migHeimsreisanNokkrar reglurEkkert hlé!DraumadagbókHafa samband

Þó það sé ekki búið að heyrast mikið frá mér vagna "Niður með hlé" herferðarinnar, þýðir það samt ekki að ég sé hættur. Ég er í augnablikinu að legga alla orku mína í að undirbúa heimsreisu og vonast til, að eftir það, sé smá pláss í lífinu mínu fyrir áframhaldandi baráttu.

Fyrir þá sem ekkert hafa frétt af þessu átaki mínu, þá byrjaði ég veigamikla undirskriftasöfnin, sumarið 2004, sem mótmæli hléa í kvikmyndahúsum. Listinn var skiptur í tvennt, annars vegar þar sem almenningur gat mótmælt að það fái ekki að sjá myndina eins og leikstjórinn vildi hafa hana og hins vegar þar sem kvikmyndagerðamenn gátu mótmælt að listaverki þeirra sé eiðilagt með því að klippa það í tvennt. Ég fékk til dæmist Friðrik Þór sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna 1992 og Óskarsverðlaunahafann Roger Avary til að skrifa undir!

Þessi herferð gekk vel, að mínu mati, en sýndi þó engar harðar sannanir um árangur. Ég er samt sannfærður að þetta hafi verið skref í rétta átt og því verður ekki hér um setið. Þó ég hafi nokkrar hugmyndir í handarkrikanum þá verður tíminn að leiða það í ljós hvað af þeim fær að sjá dagsins ljós.

- The fight will go on!

2005.04.28